Beautytips- Part 2

Jæja, þá er loksins komið að parti 2 af bjútýráðum, tók ekki nema hálft ár að koma sér til að skrifa annað svona blogg! 

En fyrir þá sem hafa ekki séð part 1, eða muna ekki eftir því bloggi að þá innihalda "beautytips-bloggin" 6 fegurðarráð sem gott er að hafa í huga þegar snyrtimennska, förðun eða því tengdir hlutir eru annars vegar. 

Ráðin eru frá  hinum ýmsu stöðum og fegurðarspekingum, ég finn þau á netinu, í tímaritum og bókum meðal annars. Ekkert af þessu er heilagt, en þetta eru skemmtilegar hugmyndir sem hafa t.d. hentað mér vel :)

#1- Ef þú notar brúnkurkrem, eða langar að nota brúnkurkrem til að fá smá lit en finnst t.d. óþæginlegt að vera of dökk á veturna, sérstaklega á Íslandi þar sem fæstir eru heltanaðir á veturna (sökum sólarleysis), þá er góð hugmynd að blanda svolítið af bodylotion út í brúnkukremið sem þú ert að nota (50/50), með þessu móti þynniru kremið og liturinn verður aðeins náttúrulegri og eðlilegri (í samræmi við veðurfar). Mundið bara að dreifa vel úr kreminu yfir líkamann, sum bodylotion geta átt það til að gera manni erfiðara fyrir að blanda brúnkukreminu jafnt inn í húðina.


#2- Notaðu augnhárabrettara! Ég veit, ótrúlega basic og sjálfsagt ráð en staðreyndin er samt sú að ekki næstum því allir nota augnhárabrettara/krullara. Ég veit að ég gerði það ekki sjálf í langan langan tíma, enda taldi ég það óþarfi. En það breytir svo ótrúlega miklu og hjálpar svo mikið við að láta augnhárin virðast lengri og heilbrigðari (sérstaklega fyrir fólk með stíf augnhár sem vísa niður á við). Einnig er auðveldara að setja maskara á krulluð augnhár, það verður minna um klessur og overall lúkkið verður bara mikið betra! (Kíktu á Youtube eða Google til að sjá hvaða aðferð er effektívust til að krulla augnhárin almennilega, einnig er mikilvægt að hafa góðan brettara, hann þarf þó síður en svo að vera dýr, e.l.f. býður t.d. upp á ódýra og góða brettara).


#3- Þrífðu förðunarburstana þína vikulega (best er að eiga líka til sótthreinsandi daglegan burstahreinsir til að spreya á burstana beint eftir notkun). Það er mikilvægt að þrífa burstana sína vegna þess að þeir safna að sér bakteríum og óhreinindum með  tímanum, og ef þú þrífur þá ekki ertu að maka þessu óhreinindum í andlitið á þér aftur og aftur sem getur orðið til þess að maður fái bólur, útbrot eða annarskonar óskemmtilegheit í andlitið. Þetta er sérstaklega mikilvægt með "blautu burstana", burstana sem maður notar í blautt meik, krem augnskugga, krem eyeliner og þess háttar, því óhreinindi setjast sérstaklega auðveldlega í þá. (Á Youtube eru góð myndbönd sem kenna þér að þrífa þá vel og án þess að skemma þá).


#4- Ef þú vilt láta líta út fyrir að þú sért með þykkari eða "fyllri" varir er sniðugt að setja smá af ljósum shimmer augnskugga (semi-hvítan, kampavínslitaðan o.s.frv.) eða krem highlighter í miðjuna á neðri vörinni og setja svo gloss yfir, þetta er einnig hægt að nota yfir varalit. Ef þú vilt auka þetta "effekt" til muna, geturðu sett smá af augnskugganum meðfram miðri efri vörinni og jafnvel set pínulítið af highlighter á upplyftu línurnar sem liggja frá nefinu og að efri vörinni. Passið að nota ekki of mikið af augnskugganum eða highlighter fyrir ofan efri vörina eða í kringum varirnar, því þá gæti farið að líta út fyrir að þú sért með slef í kringum munnin, sem er ekki eftirsóknarvert!


#5-  Ef þú vilt að ilmvatns lyktin þín endist lengur yfir daginn, í staðin fyrir að hún eyðist hratt upp og verði nær engin í lok dags, prufaði að spreya ilmvatninu aftan á hálsinn á þér. Lyftu upp hárinu og spreyaðu á litlu hárin aftan á hálsinum, ilmvatnið á auðvelt með að festast í hárinu og helst þannig ferskt og vel lyktandi lengur yfir daginn. 


#6-  Ef þú vilt að rakakremið þitt hafi sem mest áhrif eða komi í veg fyrir þurra húð áttu ekki að nudda kreminu á andlitið heldur "klappa" því á með fingrunum. Með því móti dreifirðu úr því, en skilur eftir nóg svo að húðin geti drukkið rakan í sig. Ef þú nuddar því vandlega yfir allt andlitið tekurðu meiri hlutan af kreminu burt eða dreifir því aðeins á hluta af andlitinu (venjulega bara í kringum andlitið).

Ég vona að eitthvað að þessu nýtist ykkur þó ég geri mér fulla grein fyrir að sumt af þessu gæti verið frekar almenn kunnátta, og ef svo er getið þið t.d. bara litið á þetta sem áminningu (:
Takk takk!

-Kata!


2 ummæli :

  1. Þetta er langt frá því að vera almenn kunnátta fyrir mér, svo ég segi bara meira svona :) Ég er búin að sprauta ilmvatninu aftan á litlu hárin á hálsinum á mér í hvert einasta skipti síðan ég las þetta!

    kv. Ásthildur

    SvaraEyða