Sleek Makeup!


Me, Myself & Eye og Oh So Special
Fékk sendingu um daginn, tvær palettur frá Sleek Makeup sem ég hef beðið eftir leeeengi!
Ekki sendingunni sjálfri, heldur bara að hafa efni á að panta mér :)


Sleek Makeup er með allskonar snyrtivörur en eru líklega hvað þekktastir fyrir iDivine paletturnar sínar, sem eru til með hinum ýmsum nöfnum og "þemum". Ég fékk mér "Me, myself & eye" sem er limited edition og svo Oh so special paletturnar.
Ég á eiginlega engin orð til þess að lýsa gæðunum á þessum augnskuggum.. ég hef aldrei kynnst öðru eins! Þeir eru silkimjúkir, fáránlega litríkir, og auðveldast í heimi bæði að vinna með þá og blanda þá eins og maður vill!
Hef ekki upplifað þetta með augnskugga frá neinu öðru merki svona rooosalega mikið eins og með þessa!

Maður verður að prufukeyra allt, svo ég skellti í fjólublátt look.
Notaði ljósbleika litinn í vinstri palettunni á allt augnlokið, svo blandaði ég maroon rauða litnum ( í röðinni fyrir neðan þann ljósbleika) í skyggingu og notaði svo dökkfjólubláa litin í hægri palettunni efstí hægra horninu til að dýpka og dekkja lúkkið.
Hvíti liturinn í vinstri palettunni var highlight í innri augnkróka og undir augnbrúnir.

Vildi óska þess að litirnir og allt sæust einhverntíman almennilega, þetta er langt frá því að sýna raunverulegu litbrigðin.Kata!
(Ekki vera feimin við að like-a!)

Engin ummæli :

Skrifa ummæli