Silfurplómu-augu!

Á Þorláksmessu er nú hefð fyrir því að vera svolítið huggulegur í vinnunni hjá okkur svo ég ákvað að skella í aðeins meiri augnmálningu en á hefðbundnum vinnudegi.
Var að prófa í fyrsta skipti plómulitina í 120 lita palettunni minni, og einnig nýja NYX jumbo blýantinn minn sem Júlíana gaf mér alla leið frá Boston!
Er orðin silfursjúk eftir að ég fékk þennan blýant, og eftir að hafa prufað plómulitina verður að segjast að ég reikna sterklega með því að það fari að sjá á þeim á næstunni, enda með eindæmum fallegir litir! 
Fékk mikið hrós frá hinum og þessum kúnnum svo ég ákvað að skella inn myndum og deila þessu með ástkæru lesendunum mínum :)

- UD primer potion
- NYX jumbo í Cottage Cheese á allt augnlok
-Skygging með einum dökkum og einu ljósum plómulit úr 120 palettunni
-Svartur cream-liner frá e.l.f. með vængjum
-Maskari að vild!
-Kata (Like-zter í boði!)


Engin ummæli :

Skrifa ummæli