Pin-up to party!

Ef maður er á hraðferð eða í tímaþröng á degi þar sem maður er nokkuð huggulega málaður, en mann langar kanski að fá smá extra "úmfph" í makeöppið þá er maður enga stund að breyta frekar casual looki í nætur look.
Ég gerði það með pin-up lookið sem ég setti á síðuna um daginn, vantaði að breyta því fljótlega í eitthvað aðeins meira edgy og þegar línurnar hafa nú þegar verið lagðar af ágætis skyggingu er auðvelt að skella bara aðeins þyngri litum á augnlokið, yfir hina málninguna.

Ég setti bláan shimmer augnskugga yfir allt augnlokið þar sem ljósi liturinn var fyrir, og svo dýpti ég bara brúnu skygginguna sem var þegar til staðar, með svörtum augnskugga.
Setti svo örlítinn bleikkann yst meðfram neðri augnháralínu.
Mjög fljótlegt ef maður er á hraðferð, en það gefur þó auga leið að augnskugginn mun ekki endanst eins vel eða lengi með þessari aðferð, efsta lagið af augnskugganum hefur ekki mikið að grípa í þegar maður er með nokkurra klukkustunda gamlan augnskugga undir, þannig að hann á það til að "púðrast" svolítið og dofnar fljótlega.
En þetta er bara svona fyrir þær sem eru algjörlega á síðasta snúning og eru æstar í smá upgrade.
Djammförðun er auðvitað alltaf endingabest með góðum primer og góðu undirlagi.
-Kata!
(P.s. var mjög þreytt og sjoppuleg eitthvað á þessum myndum :))

Engin ummæli :

Skrifa ummæli