Naglalakk: Metal Madness frá e.l.f.

Mín reynsla af þessu naglalakki er ekki góð!
Keypti tvær flöskur, af bresku e.l.f. síðunni, gaf vinkonu minni eina og hélt einni fyrir sjálfa mig.
Þetta er örugglega fallegasti liturinn sem ég hef pantað úr e.l.f. safninu, sést ekki vel á myndum, en í raunveruleikanum er þetta dökksilfurgrár með shimmer og svo marglituðu glimmeri í bland. Ekkert of ýkt neitt, en bara mátulega sprakly og flott.
Formúlan er órúlega þykk og klístruð, erfitt að dreifa úr henni og allt of auðvelt að setja of mikið.
Lakkið er lengi að þorna og eftir að það þornar myndast óteljandi loftbólur undir því svo allt glimmer effektið fær að fjúka fyrir hrjúfu og "bumpy" yfirborði! Frekar svekkjandi því þetta er svo flottur litur.
Vinkona mín, sem fékk hina flöskuna, lenti í því sama.

Ég tók ekki einu sinni myndir af lakkinu á nöglunum mínum því það var hræðilega ljótt, í staðin stal ég mynd annarstaðar frá, en á eftirfarandi mynd sýnist mér viðkomandi ekki hafa lent í sama veseni og ég.
Kanski var þetta bara gömul sending, eða léleg á einhvern tilviljanakenndan hátt, eða að manneskjan á eftirfarandi mynd hefur verið ótrúlega þolinmóð, því ég giska á að ef maður setur mjög þunnar umferðir, lætur þær þornar kanski hálftíma hverja og eina umferð, og bíður svo með að setja yfirlakkið, væri möguleiki á að ná ágætlega sléttu og loftbólulausu yfirborði, en fæstir hafa svona mikinn tíma til þess eins að naglalakka sig, svo þetta lakk er þá eiginlega slæmur kostur!
Kanski ég geri aðra tilraun til að kaupa þetta naglalakk og sjá hvað setur, en þangað til læt ég einhverja aðra liti duga!


-Kata

3 ummæli :

 1. Ohh er ennþá svo svekkt! Held að ég þrjóskist samt við að nota það, bara af því að það er svoo fallegt!

  SvaraEyða
 2. En skrítið, ég á líka svona ao það virkar fínt. Það er jafnvel heldur þunnt ef eitthvað er..

  SvaraEyða
 3. Er það?! Þá verð ég að prófa að kaupa mér í gegnum íslensku síðuna!
  Elska þennan lit.

  SvaraEyða