Naglalakk: Matte finish frá e.l.f.

Keypti mér helling af e.l.f. naglalökkum um daginn og þar á meðal var Matte finish yfirlakkið, en maður getur sett það yfir hvaða naglalakk sem er og þá verður það matt í staðinn fyrir glansandi.
Ótrúlega sniðugt, og gerir líka marga "sparilega" liti meira "kasjúal" að mínu mati.
Eg prófaði þetta yfir svart naglalakk, og setti svo glimmer fremst á nöglina, aðallega til að sýna muninn því myndavélin mín var ekki alveg að ráða við það.
Vona að þið sjáið allavega að hluta til að þetta sé matt lakk á eftirfarandi myndum, annars verðið þið bara að googla!


Finnst þetta mjög flott, hef prófað þetta yfir önnur lökk líka og kem til með að setja inn myndir af því.
En ég giska á að ég kaupi mér fleiri flöskur af þessu yfirlakki!

-Kata

2 ummæli :

  1. hæhæ, flott blogg :) var að pæla hvar maður getur fengið svona matt naglalakk?

    SvaraEyða
  2. Hægt að fá það hér: http://www.eyeslipsface.is/is/vorur/vara/id/200

    :)

    SvaraEyða