Naglalakk: Fly frá O.P.I.

Fly er litur úr Nicki Minaj línunni frá O.P.I. sem ég var svo heppin að fá í jólagjöf :)
Einhverskonar dökksægrænblár litur (ég er ekki mjög góð með liti hahaha) ótrúlega flottur og góður litur sérstaklega ef maður vill vera með litaðar neglur í vetur, án þess að detta í of æsta sumarliti. (Þó mér finnist persónulega að litir ættu ekki að vera árstíðartengdir, því flestir eru þeir fallegir allt árið um kring).
Á baugfingri er ég svo með Save Me sem er einnig úr Nicki Minaj línunni, silfrað glimmerlakk með svona multicolor glimmerlengjum í. Gerir líklega aðrar færslu fyrir bara það, því það er svo geggjað! Var með það á áramótunum, og gat ekki hætt að stara á það!

Allavega, Fly er frekar þunn formúla, að mínu mati allavega, það gæti verið því ég var með litlu týpuna af því og lítinn bursta, þannig ég setti örþunn lög í hverri umferð, en ég þurfti 3 umferðir til að þekja fullkomlega.
Annars er formúlan frekar fljót að þorna (eins og flest lökk frá O.P.I.) og er mjög glansandi þegar hún þornar, en það er þó alltaf flottast að setja yfirlakk til að fá sem flottasta útkomu.
Mjög ánægð með þetta lakk!

Engin ummæli :

Skrifa ummæli