Naglalakk: Devine Swine frá O.P.I.

Devine Swine er ótrúlega fallegt glimmer naglalakk úr Muppets línunni frá O.P.I. með frekar chunky silfur sexhyrningum í bland við glimmerið.
Sumir myndu kanski helst vilja nota þetta yfir jólin eða einhverjar svoliðis hátíðir, en sem betur fer er glimmer búið að vera frekar mikið inn í vetur, og á líklega eftir að halda eitthvað áfram sem trend svoleiðis að þetta er frábært everyday naglalakk í vetur :)
Þetta er samt frekar þunn formúla, sem er mjög algengt með glimmer naglalökk, venjulega dugar ekki að setja bara eina umferð, þrjár umferður eru nóg til að þekja nöglina.
En það er ótrúlega flott að setja litað lakk undir, getur verið rautt eða bleikt eða fjólublátt eða í raun bara whatever floats your boat!
Ég setti "The One That Got Away" úr Katy Perry línunni frá O.P.I. undir, og svo eina umferð af Devine Swine yfir og það kom svona líka ágætlega út. Næst mun ég líklega samt setja tvær umferðir af lituðu undirlakki.

Lakkið eins og það er í flöskunni

Ótrúlega erfitt að ná góðri mynd af því, sérstaklega með þessari ömurlegu myndavél sem ég nota.


All in all rosalega ánægð með þetta naglalakk... eitthvað sem gleður mig við að líta á fingurna mína og sjá glimmer og fínerí!
Skelli inn mynd ef ég prófa einhvern annan lit af undirlakki næst :)

-Kata (Like takkin er þarna af ástæðu!;)

2 ummæli :

 1. Ohh svo flott, gaf einmitt litlu systir "Gone Gonzo" úr Muppets línunni með jólagjöfinni sinni :) Þurfti reyndar bara eina umferð af því til að þekja alveg, mjög sátt með það, greinilega mismunandi eftir lökkum!

  Svo gaman að lesa glimmeruðu færslurnar þínar ;)
  -Agnes Kristín

  SvaraEyða
 2. Snilld! Gone Gonzo er ótrúlega flott lakk!
  Og skrítið að það skuli þekja með einni umferð, því þau eru svo lík! En það er betra samt.. þá getur maður notað það oftar :)

  Og takk fyrir! Gaman að fá komment (:

  SvaraEyða