Millibilsástand!

Okei... ég get enn ekki framfylgt öllum þeim loforðum sem ég hef gefið um hörkublogg og fínerí, vegna þess að ég féll í grimmilega gryfju endurtektarprófanna!
En því verður lokið fyrir fullt og allt þann 11.janúar næstkomandi (að sjálfsögðu með glans!)
Þar til sá dagur rennur upp verð ég meira og minna innilokuð og á ógnarhraða að reyna að læra allt og kunna allt og muna allt.
Ég vill samt sem áður ekki að þið gleymið síðunni fyrir fullt og allt, og ákvað því að skella hér inn "mini-makeover-inu" sem ég gerði á "mini makeup-space-inu" mínu.

Enn í vinnslu og óklárað, en ég vildi bara gera þetta ponsulitla pláss mitt aðeins meira "mitt". Auk þess veita svona allskonar myndir mér innblástur þegar ég er að reyna að láta mér detta í hug einhver ný og spennandi look.


Jæja, enn og aftur vill ég biðjast afsökunar á lummó bloggi jah... bara síðan í nóvember eða svo! En ég sé framá bjartari og betri tíma á þessu yndislega nýja ári! Ekki gleyma að fylgjast með ;)

-Kata!

2 ummæli :

  1. Hvar fékkstu þessa svörtu hillu? :)

    SvaraEyða
  2. Ég keypti hana á 4990.- minnir mig í rúmfatalagernum (allavega undir 5000 kr.-), ótrúlega ódýr og þægileg :)

    SvaraEyða