Look dagsins: Pin-up augu

Ég fékk BH cosmetics 88 lita matta palettu frá BH Cosmetics í jólagjöf svo ég ákvað að skella í eitt matt og frekar hlutlaust look í dag, og bætti svo við vængjuðum krem-eyeliner frá maybelline sem ég fjárfesti í í gær og er hæst ánægð með.
Svona ljóst augnlok, með brúnum skugga og ýktum vængjuðum eyeliner er einmitt í pin-up stíl, gaman að skella í svona þegar maður vill eitthvað aðeins meira en bara maskara, en vill samt ekki fara yfir strikið.
Einnig hægt að sleppa eyelinernum, eða hafa "vængina" minni ef fólk er ekki alveg til í svona "full on" vængi.

-UD primer potion á augnlokin.
- Mattir: Húðlitaður og hvítur úr 88 lita palettunni á allt augnlokið.
- Dökkgrár og brúnn úr 88 lita palettu blandað í skyggingu.
-Hvítur úr 88 lita palettu undir augnbrúnir (sem highlight)
- Maybelline cream eyeliner í svörtu til eftir efri augnháralínu og í væng.
-Maskarar: One by One (Maybelline), Voluminous Million Lashes (l'Oreal), Telescopic (l'Oreal) og Great Lash ( Maybelline)




-Kata!

Engin ummæli :

Skrifa ummæli