Haust-eftirpartý

Á föstudögum leyfi ég mér að mála mig svolítið meira en aðra virka daga, svona því maður er að detta inn í helgina og öll hennar óteljandi ævintýri.
Skellti í look í haustlitinum, notaði appelsínugulan, rauðan, hvítan og brúnan og er ótrúlega sátt með útkomuna (þó svo að myndavélin mín mætti vera örlíti samvinnuþýðari og reyna að ná litunum almennilega).
Einnig hafði ég efri augnhárin meira "spider-y" (köngulóa-augnhár), en það hefur verið mikið inn í vetur.
Fyrir þá sem ekki vita hvernig það virkar; tæknin felst einfaldlega í því að klessa nokkrum augnhárum saman í einu, og taka svo næsta bunka af augnhárum og gera það sama og svo koll af kolli svo þau séu ekki öll aðskilin og séu meira í líkingu við köngulóa-fætur (því allir elska köngulóafætur í kringum augun á sér!) hahah...
Annars eru þetta ekki "full-blown" þannig aunghár, heldur bara í ætt við þau, enda nennti ég ekki að eyða restinni af deginum í að klessa saman á mér augnhárin.

-UD primer potion
-Mattir: Hvítur, appelsínugulur og rauður úr 88 lita palettunni minni (BHcosmetics).
-Ljósbrúnn, dekkri brúnn og dökkbrúnn úr Naked Palettunni
-Hvítur og kremaður úr 88 lita palettunni sem highlight í innri augnkróka og undir augabrúnir.
-Krem-eyeliner frá e.l.f.
-Og maskari eftir smekk!
Kanski í framtíðinni fáið þið að sjá raunverulegu litina sem ég er að nota haha! Ef mér áskotnast einhverntíman sæmileg myndavél.

-Kata!

Engin ummæli :

Skrifa ummæli