Einvígið: e.l.f. cream eyeliner vs. maybelline gel eyeliner

Ég er öll í "vængjunum" svona eyeliner-lega séð, fýla mikið af svörtum eyeliner á efra augnlokið og helst sem nær aðeins út fyrir (vængur).
Massíf notkun mín á þessu looki hefur valdið því að e.l.f. svarti krem-eyelinerinn minn er að verða búinn, svo ég ákvað að fjárfesta í Maybelline long lasting gel eyeliner, til að prufa.
Maybelline linerinn kostaði 2.490.- í Hagkaup, en e.l.f. linerinn 990.- á eyeslipsface.is

Ég ákvað að splæsa í Maybelline, til að gá hvort það væri meira varið í hann en hinn, sem ég skil reyndar ekki alveg því ég hef ekkert getað sett út á e.l.f. linerinn hingað til.
Það kom mér því mjög á óvart að dýrari eyelinerinn, þessi frá Maybelline, sem ég hefði talið aðeins vandaðri vöru, var að mínu mati ekki eins góður og þessi frá e.l.f.
Mér fannst erfiðara að setja hann á, og mér fannst jafnvel eins og ég þyrfti að fara fleiri en eina umferð svo hann yrði virkilega almennilega svartur.
Burstinn sem fylgir e.l.f. eyelinernum er líka þæginlegri og viðráðanlegri, skásettur lítill burtsi á meðan Maybelline burstinn er frekar hringlóttur og breiðari, svo það er erfiðara að stjórna þykkt línunnar sem maður málar.
Ég nota þó reyndar alltaf einhverja aðra bursta en þessa sem fylgja með.

Hvað endingu varðar reikna ég með að þeir séu svipaðir, og jafnvel gæti verið að Maybellin endist lengur, enda 24 hour long lasting formúla, en þar sem ég er ekki mikið að mála mig fyrir sólahring af stanslausu stuði, þá hef ég ekki getað fullreynt það.
Báðir duga þá fullkomlega í heilan dag, frá morgni til kvölds.

Ef ég ætti að mæla með öðrum þeirra yrði það e.l.f. enda töluvert ódýrari, og fyrir þennan verðmun myndi ég ætlast til áþreifanlegs munar á gæðum vörunnar. Ég ætla þó ekki að fella of harðann dóm yfir Maybelline linernum strax, því ég hef ekki átt hann nærri eins lengi og hinn. Kanski ég komi með update þegar lengra er liðið.

e.l.f.

Maybelline
-Kata!

Engin ummæli :

Skrifa ummæli