Áramóta-lookið! (Seint)

Er loksins búin að fá myndirnar sem voru teknar af áramóta-augunum mínum.
Því miður eru bara augnamyndir af lookinu, því ég var með meik með SPF 15, sem þýðir að ég var fáránlega yfirlýst og glansandi í framan, ekki svalt (og sést glögglega á því sem sést af andlitinu á mér á myndunum hér fyrir neðan).
Annars náið þið svona að mestu conceptinu með eftirfarandi myndum, það var nú kanski óþarfa óskahyggja hjá mér að ætlast til þess að ná á mynd fallega effectinu sem multi-color glimmerið sem ég notaði  gefur.
Það er auðvitað bara í real-life sem allt lífið og "sparkle-ið" sést almennilega.

-UD primer potion
-NYX jumbo blýantur í Cottage Cheese
-Silfraður augnskuggi yfir allt augnlokið
-Multi-color glimmer eyeliner, blautur, yfir allt augnlok (ekki endingargóður, sést á myndunum að hann rann til)
-Svo bara basic skygging með shimmersvörtum og möttum svörtum augnskugga í "cat-eye" stíl, til að lyfta augunum.
-Skellti svo smá af glimmer eyelinernum á neðri augnháralínu, og á augnhárin sjálf!
-Kata! (Sem ætlar fyrir næstu áramót að vera búin að fá sér almennilegt glimmer!)
P.s. megið like-a þessa færslu ef þið viljið sjá "nýtt í snyrtivörusafninu" færslu, því ég er aldeilis búin að bæta við mig og get sett inn review af þeim vörum sem eru nýjar ef þið hafið áhuga á slíku ;)

Engin ummæli :

Skrifa ummæli