Naked 2 !!!

Jæja... líf mitt hefur öðlast nýjan tilgang!
Urban Decay opinberaði nýja Naked palettu, sem ber nafnið Naked 2 í gær, 1.desember (viðeigandi til að fagna 20 ára skírnarafmælinu mínu).. ekki að það tengist nekt á nokkurn hátt!

En allavega, ég man ekki hvort það var á þessari síðu eða gömlu þar sem ég var að missa vitið yfir Naked palette (1. útgáfu) og gat ekki beðið eftir að komast út fyrir landsteinana til að fjárfesta í einni slíkri! Það gerðist í New York í júní og núna er komin önnur útgáfa!
Hjá mér komu eiginlega bara jól þegar ég  flaug um óteljandi síður internetsins og naut þess að skoða hinar margbreytilegu umfjallanir og dóma um palletuna!
Fæstir skilja líklega þennan spenning, í fyrsta lagi vegna þess að það er kanski ekkert algengt að fólk gangi svona af göflunum út af nokkrum augnskuggum, og í öðru lagi því flestum (þá meina ég helst þeim sem eru ekki förðunar-fanatics) finnst þessi palletta bara alveg eins og hin!
Ég skal viðurkenna að þeir eru svipaðir... En að sjálfsögðu verða þeir það, það er bara til svo og svo mikið af náttúrulegum litbrigðum sem fara ekki út í skærari liti.
Allir litirnir eru nýjir nema einn, half baked, sem er líka í gömlu (enda fáránlega mikið notaður hjá flestum) og svo fylgir Lip Junkie gloss með og inn í pallettunni er svo tvíhliða augnskuggabursti, annar til að pakka skugganum á augnlokið og hinn til að blanda og gera allt fínt og fallegt!
Fegurðin er svo hér:

Mæli svo með því að þið googlið "Naked 2 swatches" ef þið viljið sjá skuggana betur og jafnvel í samanburði við hina. Og svo læt ég fylgja með, mynd af gömlu góðu sem hefur sko verið mikið notuð á mínu heimili!

-Kata!

Engin ummæli :

Skrifa ummæli