Gott eða slæmt?- Smoky Brown frá e.l.f.

Jæja þá er það nýr liður á blogginu, ætla að hafa svona "review" á hinum og þessu vörum, líklega mest naglalakki samt (:

Í dag er það naglalakkið Smoky Brown frá e.l.f.
Ég á 4 liti frá e.l.f. og ég elska þá alla voða heitt, en að sjálfsögðu eru þeir ekki allir jafn þykkir/þunnir og eru misgóðir. Snilldin við e.l.f. lakkið er að það kostar bara 490 kr.- á íslensku e.l.f. sölusíðunni en flöskurnar innihalda samt 10 millilítra (í samanburði er O.P.I lakkið 14.7 millilítrar, ekkert mikið stærra, en kostar á bilinu 1.800-2.000 kr!)
Þannig fyrir þá sem eru ekki alveg tilbúnir að eyða svo miklu í naglalakk þá er e.l.f. frábær lausn.

Smoky Brown
Liturinn er nú eiginlega bara eins og nafnið segir til um, smoky brown, eða fallegur, hlýr grábrúnn/taupe litur, og í birtu virðist hann hafa einskonar fjólubláa undirtóna.
Lakkið er fullkomið í þykkt, ekki of þykkt og ekki of þunnt.
Ein umferð er alveg nóg, sérstaklega fyrir fólk  með stuttar neglur, ef þær ná fram fyrir fingurgómana eins og hjá mér, sér maður að lakkið þekur ekki alveg fremsta partinn af nöglinni ef maður ber hendurnar upp að ljósi.
Mér finnst líka betra að setja alltaf minnst 2 umferðir af lakki til að það endist lengur. En ein er samt sem áður nóg fyrir fólk sem er ekki með fullkomnunar áráttu gagnvart naglalakkinu sínu! :)
Lakkið þornar með glansáferð, en það er svo undir þér komið hvort þú kýst að undirstrika það með glansandi yfirlakki eða að matta það niður með möttu yfirlakki. Ég er alltaf meira fyrir glans-finish!
Mæli algjörlega með þessum lit: Auðvelt að setja hann á, þekjandi, engar strokur heldur þornar það slétt og glansandi og er auðvitað ódýrt ;)

Án yfirlakks

Án yfirlakks-Kata

7 ummæli :

 1. mm! Ég elska brún naglalökk og brúnt allt!! :D (shark)

  SvaraEyða
 2. Æ mér leiðast svona stælingar, þetta er mjög líkt 505 lakkinu frá Chanel sem var svo vinsælt út um allan heim að svo margir framleiðendur komu með eins lit.

  SvaraEyða
 3. Jii í alvöru!
  Mér finnst svo frábært að fólk sem hefur ekki efni á að kaupa sér þessi rándýru og flottu naglalökk frá öllum stóru merkjunum eigi möguleika á að kaupa svipaða liti á lægra verði :)

  Rimmel, Barry M, Eyeko, O.P.I, Essie og Orly gerðu t.d. öll stælingu af þessum lit.
  En það er náttúrulega oftast sama trendið í gangi allstaðar, svoleiðis að framleiðendurnir verða að fylgja því til að geta selt eitthvað, svipað og með skó t.d.

  SvaraEyða
 4. Já auðvitað er gott að fólk hafi möguleika á því :) ég er alveg sammála því :)
  finnst bara stundum svo leiðinlegt að það er alltaf hermt eftir því allra vinsælasta frá stóru merkjunum, en þannig hefur þetta alltaf verið og svona verður þetta áfram, en stælingarnar verða auðvitað aldrei alveg eins :)
  En 505 er einn af mínum uppáhalds litum, og 509 frá Chanel líka, alveg guðdómlegir! Ég keypti mér einmitt brúna litinn frá OPI til að bera saman við 505 og þeir voru mjög líkir, en OPI aðeins dekkri :)

  En annars ertu með rosa skemmtilegt blogg! Kíki inn á hverjum degi til að athuga hvort það sé komið eitthvað nýtt!:) ég þekki þig þó ekki neitt, rakst á bloggið þitt fyrir tilviljun einhversstaðar og kíki hingað á hverjum degi síðan :) endilega haltu áfram að koma með eitthvað skemmtilegt!

  SvaraEyða
 5. Já þeir ná aldrei alveg gæðunum frá þessum merkjum á borð við Chanel, sem eru alltaf með örlítið meiri "it-factor" en eftirhermurnar og ég skilvel að þetta sé einn af þínum uppáhaldslitum, enda unaður á að horfa! :)

  Og takk fyrir, endilega haltu áfram að kíkja við ;)

  SvaraEyða
 6. já 505 og 509 eru svo fallegir, hef notað þá endalaust mikið, þeir passa líka við allt!

  SvaraEyða