Pretty Things!

Jæja... var farin að vorkenna eyrnalokkunum mínum því þeir sitja bara í hrúgu í einhverri dollu og njóta sín ekki neitt!
Skellti í heimagert eyrnalokkastadíf og ætla að sýna ykkur! Ég átti nokkra striga uppá skáp sem gengdu ekki neinu hlutverki öðru en að safna ryki, svo ég kippti þeim niður og gaf þeim nýtt líf :)
Það vantar reyndar rosalega mikið af lokkum á þennan, ég er klár að geyma hluti á ótrúlegustu stöðum, og svo finn ég þá bara svona einhverntíman!
Allavega, þetta er fyrsti, ég ætla að gera annan fyrir stærri og síðari eyrnalokka, finnst þessir litlu njóta sín betur svona einir og sér.-KataKáta! (Sem er bara í örstuttri læripásu!!!)

2 ummæli :

  1. veistu þú ert klárlega sú sniðugasta sem ég þekki :*

    SvaraEyða
  2. djöfull er þetta sniðugt :) Ætla að föndra svona í jólafríinu mínu ;D

    -Sóley

    SvaraEyða