Muted tropical look og makeover á síðunni!

Nánast hvert einasta móment sem fer ekki í lærdóm, fer í eitthvað smá dunderí, bara svona rétt svo ég fái ekki fráhvarfseinkenni.
Ástæða þess að ég hef tíma til þess að blogga núna er t.d. sú að ég er að vinna í því að snúa sólahringnum við, svoleiðis að ég svaf ekkert í nótt, lærði bara, og ætla svo að sofa bara annað kvöld.
Nú hafði ég smá pásu til að skella inn looki sem ég dundaði mér við í gær í lærdómspásu.
Notaði daufa, tropical liti, bleikan og appelsínugulan, notaði svo eitthvað brúnan og svo augljóslega svartan.
Skellti svo svörtum gel-liner væng, mjög stuttum með :)

Augu:
Urban Decay Primer Potion
Bleikur--> 120 color palette frá BH cosmetics
Appelsínugulur/gulur--> 120 color palette frá BH cosmetics
Svartur--> Zero úr Deluxe Shadow Box frá Urban Decay
Highlight litur--> Shimmer kampavínslitur úr 120 color paletta frá BH cosmetics
Krem liner--> Svartur frá e.l.f.
Maskarar--> Rimmel Lash Accelerator, Telescopic frá L'Oréal ( í gulllituðu túpunum) og One by One frá Maybelline. Og já! Svo var ég aldeilis að breyta útlitinu á síðunni!
Endilega smellið á like, ef ykkur líkar nýja fyrirkomulagið ;)

-Kata!


Engin ummæli :

Skrifa ummæli