Lokapróf!Okei, viðurkenni hér með að ég lofaði svolítið upp í ermina þegar ég sagðist ætla að sýna ykkur hvernig ég geri svona water marble neglur. 
Þar sem ég er að kafna úr prófstressi og undirbúningi hef ég ekki tíma til að dunda mér við að sýna ykkur prósessið mitt skref fyrir skref. 
En í staðinn fór ég og leitaði að besta og auðskiljanlegasta vídjóinu á youtube til að sýna þetta, og að mínu mati var það hún elsku Jenny sem er ein af mínum uppáhalds youtubeskvísum, sem kom þessu best frá sér. 
Hún svara líka allskonar spurningum sem gætu komið upp svo ég mæli með því að þið kíkið á þetta vídjó hjá henni til að fá sem besta útkomu! :)
Ótrúlega gaman að dunda sér við þetta! (finnst mér!haha)
Kanski að ég skelli inn nokkrum myndum af mínu prósessi í jólafríinu þegar ég hef meiri tíma, þó svo að þetta vídjó segi og sýni allt sem segja og sýna þarf!-Kata (sem verður týnd í smá tíma á næstunni)


Engin ummæli :

Skrifa ummæli