Grænblátt Smokey!

Það er nú einu sinni laugardagur...

Skellti á mig smá smokey, alltaf að reyna að prufa nýja liti.
Í þetta skipti skellti ég Urban Decay primer á augnlokin, yfir það fór svo turkísgrænn (kann ekkert að skrifa þetta) eye liner frá e.l.f. en blýantarnir þaðan eru svo mjúkir að þeir eru góður grunnur undir augnskugga, til að festa þá betur og gera þá meira "vibrant".
Að lokum blandaði ég svo nokkrum bláum og grænum litum og skellti svörtum shimmer skugga í kring, til að gera þetta svolítið svart og seiðandi.
Mjög fljótlegt og djammhæft!Ég ætla svo að biðjast afsökunar á að vera bara að dæla hérna inn "look-um" og engu öðru, en það er svo rooosalegt að gera í skólanum að ég hef bara engan tíma í að sinna þessu af heilum hug, og næstu 4 vikur verða örugglega mjög slappar hjá mér.
En í staðin ætla ég að vera orðin  uppfull af frábærum hugmyndum sem ég get svo deilt með ykkur í jólafríinu endalaust endalaust endalaust!

-Kata!

1 ummæli :