Allir elska water marble!

Jæja... er með spennandi neglur dagsins! Reyndar tvöfalt, því ég rockaði tvær mismunandi gerðir af nöglum í dag.

Svona fyrri part dagsins: Rautt O.P.I lakk undir, navy dökk blátt shatter frá O.P.I á baugfingri og Konad naglastimpla mynstur á hinum.
Frekar töffaralegt sko! 

Og um kvöldið beytti ég yfir í svona: Water Marble taktíkin, ótrúlega flott! Hægt að nota hvaða liti sem er, sýni ykkur fleiri á næstu dögum því ég gerði svona á Elísabetu Ósk mágkonu, og planið er að setja á eina skvísu í viðbót á morgun. Allt mismunandi litir svo það verður gaman að sjá útkomuna!

Vinstri höndin! (Mun flottari en hægri að mínu mati!)

Hægri höndin!
Á eftir að þrífa í kringum neglurnar, nennti því ekki í kvöld því ég var að drífa mig í bíó og svona, en þetta fer þegar maður þvær sér um hendurnar svona 2svar 3svar! :)
Ef þið viljið sjá nákvæmlega hvernig ég gerði þetta, kommentið þá endilega (hægt að skrifa nafnlaust fyrir þá feimnu) og svo endilega kíkið hér við á næstu dögum til að sjá hvernig næstu tvö naglamódel koma út! :)
Finnst þetta sjúklega flott! 

-Kata


6 ummæli :

 1. Ég vil vita hvernig þú gerir þetta!

  SvaraEyða
 2. Ég þrái líka að vita það !

  SvaraEyða
 3. Ásthildur Margrét19. nóvember 2011 kl. 13:41

  Ég vil líka vita! Þetta er ekkert SMÁ flott.

  SvaraEyða
 4. Ég vil líka vita, úlalaa hvað þetta er flott :)

  SvaraEyða
 5. Sunna Sturludóttir14. desember 2011 kl. 00:09

  Notaru heitt eða kalt vatn í glasið ? :)

  SvaraEyða
 6. Það verður að vera akkúrat við stofu hita, svona um að bil 21°C ... mér finnst best að geyma bara vatn í flösku á borði yfir nótt, þá er það pottþétt nothæft :)
  Annars geturðu prófað að reyna að blanda bara stofuheitt vatn, best auðvitað ef þú átt hitamælir :D

  SvaraEyða