Jarðaber!

Ætla að skella hérna inn "gömlum" nöglum, eitthvað sem ég dundaði mér við seinasta sumar og var með á gömlu bloggsíðunni minni.
Veit að ekki allir sem skoða þetta blogg hafa skoðað gamla bloggið svo ég ákvað að leyfa þessu að hanga hérna inni líka :)

Jarðaberjaneglur!Ég setti semsagt rautt naglalakk frá depend undir, svo gerði ég fríhendis með grænu naglalakki svona einsskonar "blöð" á jarðaberin, þarf ekkert að vera fullkomið, bara betra ef það er ekki allt 100% jafnt.
Á endanum notaði ég svo hvítan naglapenna frá Sally Hansen til að gera hvítu doppurnar, en ég hef prufað að nota hvítt naglalakk, með venjulegum naglalakkbursta og það er ekkert verra ;)

Maður verður glaður í hvert skipti sem maður sér hendurnar á sér! hah!

Í sambandi við mælingar og allt slíkt, þá veit ég að ég skulda ykkur svoleiðis. Er ennþá rosa mikið að velta fyrir mér hvort ég vilji endilega fylgja þessu eftir hér á blogginu, er ekki alveg 100%. Eins og einhver hefur kanski tekið eftir tók ég út kílóateljarann hér til hægri, því hann passaði engan veginn á síðuna og ég á það til að þjást af fullkomnunaráráttu, svoleiðis að ég tók hann út og ákvað að ég myndi bara update-a ykkur hér á blogginu. En fyrst þið áttuð að fá nýjar mælingar 20.okt ætla ég bara að skella þeim inn núna og sjá svo til með framhaldið.

Brjóst--> 124 cm (+0,5 cm)
Mitti--> 110,5 cm (-1,5 cm)
Magi--> 138 cm (-3 cm)
Mjaðmir--> 143 cm (-3 cm)
Hægra læri--> 83 cm (-3cm)
Hægri upphandleggur--> 40 cm (-3 cm)
Hægri kálfi--> 48 cm (-3 cm)
Háls--> 38 (-1 cm)

--> 17cm farnir! :)
Þá er bara að gefa aðeins í!

-Kata (P.s. það er komin facebook like hnappur hér fyrir neðan, endilega sýnið stuðning!)

3 ummæli :

 1. Þú ert svo dugleg!! Og flottar neglurnar ;*

  SvaraEyða
 2. Fullt af mínusum :)
  Þú ert dugleg elsku frænka <3

  SvaraEyða
 3. Ásthildur Margrét3. nóvember 2011 kl. 17:18

  17! Vá ekkert smá dugleg. Ég les þetta blogg alltaf, finnst það svo skemmtilegt :)

  SvaraEyða