Ég lifi!

Ein stutt og laggóð færsla bara svona til að láta vita að ég sé lifandi og að þið megið búast við nýrri færslu um helgina (líklega á morgun) :)
Þar fáiði að sjá mína útfærslu af 80's förðun, og eitthvað svona dúllerí!

Örlítið bjútýráð í endann:

Fyrir þá sem eru með feita húð, og eiga það til að vera í veseni með blauta meikið sitt (of olíukennt og húðin verður of glansandi) er sniðugt að gera meikið mattara með því að setja það á handabakið á sér (eða í ílát) og blanda örlitlu af lausu andlitspúðri út í. Þetta gerir áferðina á meikinu aðeins mattari og minna olíukennda. Það er algjör óþarfi að gera þetta við allt andlitið á sér, þessi hugmynd er aðallega ætluð mest olíukenndu svæðunum í andlitinu (á borð við T-svæðið).Heyrumst um helgina!

-Kata

Engin ummæli :

Skrifa ummæli