Metallic Blue!

Loksins náði ég að taka mynd af einhverju sem ég var að gera, þó svo að gæðin séu takmörkuð. Það hefur að vísu mikið með lélega birtu að gera!
Skelli hér inn einu shimmer-bláu með brúnni umgjörð og smá gylltum.
Fínt á djammið! Einfalt og skemmtilegt ;)1. Primer frá e.l.f. á allt augnlok
2. Gylltur kremaugnskuggi frá e.l.f. líka sem klístraður "primer" undir lituðu augnskuggana.
3. Ljósgulur/aðeins gylltur augnskuggi á innri hlið augnloksins og inn í innri augnkróka.
4. Shimmer blár skuggi yfir allt lokið (reyna að sleppa samta augnkróknum).
5. Ljósbrúnn (Buck úr Naked Pallette) ofan á augnbeinið, blanda vel, engar harðar línur.
6.Dökk brúnn skuggi frá e.l.f. undir augnbeinið (crease).
7. Enn dekkri brúnn skuggi frá e.l.f. rétt smá í "ytra vaffið". (nær frá augnhárum í ytri augnkrók og smá upp undir augnbeinið, lítið vaff í rauninni.
8. Krem eyeliner frá e.l.f. myndar smá vængi út fyrir ytri augnkróka.
9. Svartur eye-liner á efri og neðri vatnslínu.
10. Blái liturinn á augnloki notaður til að búa til smá línu fyrir neðan neðri augnhár, og smá af þessum ljósgyllta notaður fyrir neðan negri augnhár í innri augnkróknum.
11. Helling af maskara! (helst gerviaugnhár ef þú vilt virkilega láta lookið poppa).


Minni á að hægt er að stækka myndirnar með því að smella á þær ;)
-Kata<3


Engin ummæli :

Skrifa ummæli