Andlit dagsins!

Ég verð eiginlega að byrja þessa færslu á að biðjast afsökunar á gæðum myndanna sem fylgja með hér á eftir. En eins og ég hef minnst á hérna einhverntíman áður, þá gaf myndavélin mín ástkæra upp öndina. Og vefmyndavélin á tölvunni minni verður þá því miður bara að duga, sem er mjög leiðinlegt því að hún sýnir alls ekkert í líkingu við raunveruleikan og lúkkið sem ég set hér inn er í raun allt öðruvísi en þið sjáið það.
Aðallega langaði mig bara til að setja inn nýtt blogg, og fyrst ég var með nýja augnförðun tilbúna, ákvað ég að skella henni bara inn :)
Þið sjáið þó allavega örlítið:)
Ég notaði Urban Decay primer potion undir augnskuggan.
Byrjaði svo á því að setja hvítan mjúkan eyeliner yfir allt augnlokið til að gera litin sem kemur á eftir skærari og fallegri. Svo blandaði ég fjólubláum og bleikum augnskugga og setti yfir allt augnlokið. Svo setti ég svartan á dýpra svæðið fyrir neðan augnbeinið og dreifði vel úr honum bæði upp og svo örlítið niður á við. Þetta mýkir allar harðar línur og gerir lúkkið meira "Smokey".
Svo dustaði ég smá glimmeri yfir fjólubleika litinn, en það sést að sjálfsögðu ekki á þessum hræðilega lélegu myndum.
Að lokum skellti ég smá dökkbrúnum/svörtum augnskugga á neðri augnháralínuna og "smudge-aði"  hana til að fá smokey yfirlit fyrir neðan augun.
Svo var það bara blautur eyeliner fyrir ofan efri augnhárin og á efri og neðri vatnslínu plús helling af maskara! :)
Á vörunum er ég svo með blöndu af Seductive og Voodoo varalitunum frá e.l.f.

-Kata!
P.s. megið endilega, hvort sem það er undir nafni eða nafnlaust, koma með ábendingar um hvað ykkur finnst skemmtilegast að lesa um eða skoða og hvað á að færa í aukarnar hér á síðunni :)

1 ummæli :

  1. Þú ert klárlega Fallegust og Klárust :*

    SvaraEyða