Urban Decay 15 year anniversary eyeshadow collection!

Er að missa lífið yfir þessari pallettu í augnablikinu. Svo ótrúlega fallegir litir og
ég tala nú ekki um hvað gæðin í augnskuggunum hjá Urban Decay eru ótrúlega framúrskarandi. Þeir eru dúnmjúkir, eru rosalega "true" og þessvegna auðvelt að setja þá á og fá út nákvæmlega það sem maður ætlar sér.
Svo skemmir alls ekki fyrir hvað Urban Decay palletturnar eru alltaf sjúklega fallegar, mér finnst alltaf rosa gaman að hafa umbúðirnar fallegar og oft á ég erfiðara með að treysta snyrtivörum ef þær eru í draslpakkningum. Kanski eru það bara fordómar, en jæja... Ekki eru allir eins!


Þetta skjáskot hjá mér er ekki alveg að gera pallettunni nógu hátt undir höfði, en þið getið allavega svona nokkurnveginn séð litadýrðina. Fallegri og skýrari myndir eru hér. Þarna getið þið stækkað myndina og skoðað hana ítarlega.
Svona lítur pallettan út í öllum pakkningum. Þetta er framhliðin og þessi fjólublái velúr rammi utan um hana er bara hluti af umbúðunum utan um pallettuna sjálfa. En svo tekur maður silfraða boxið upp úr og þá lítur pallettan svona út eins og á myndinni hér fyrir neðan! <3
Endalaust fallegar umbúðir! Svona fallega útskorið lokið og hér má sjá að "gimsteinarnir" ofan á lokinu eru útstæðir. Algjörlega málið fyrir svona glingur píu eins og mig!

Það var þá ekki meira í bili, varð einfaldlega að deila þessu með ykkur, þó ég efist um að það séu margir svona sjúkir Urban Decay áhugamenn þarna úti. Held ég sé vandræðalega mikill fan. Ég held bara að það sé hvergi á Íslandi hægt að nálgast vörur frá Urban Decay, correct me if I'm wrong!

-Kata!

2 ummæli :

 1. Mér finnst alveg hreint vanta google follow takka á síðuna ykkar! :)

  Finnst svo rosalega gaman að fylgjast með :)

  SvaraEyða
 2. Ó!
  Hvernig setur maður svoleiðis? :D
  Er ekki alveg nógu klár á þetta blogspot kerfi :)

  SvaraEyða