Jæja góðir lesendur, ég verð eiginlega að biðjast afsökunar á því fyrir hönd okkar beggja hvað við erum lélegir bloggarar. Þannig er mál með vexti að það er búið að vera fáránlega mikið að gera, ég er búin að vera að flytja og byrja í skólanum og koma mér fyrir og svona. Allur þessi pakki tekur af manni ansi mikinn tíma og hugmyndaflugið er heldur ekki upp á sitt besta þar sem meiri hlutinn af heilanum á mér er bara í því að hugsa um heimilið og skólann og það sem er á næstu stráum (:
Ég ætla samt að reyna að koma reglulega með eina og eina færslu, að minnsta kosti einu sinni í viku, vonandi oftar.
Þessi færsla verður ekki mjög mögnuð en bara svo þetta snúist eitthvað pínulítið um það sem þessi síða er tileinkuð ætla ég að setja inn smá "wants" í augnablikinu. Snyrtivörur sem mig langar sjúklega mikið í:
![]() |
BH cosmetics 120 color pallette 1st edition--> Palletta sem ég er að vinna í því að panta, kortið mitt er eitthvað leiðinlegt svo það hefur ekki tekist ennþá en ég gefst ekki upp! Sjúklega falleg palletta með endalaust af björtum og fallegum litum, sem eru mjög mikið litaðir; semsagt mjög "sannir" og koma eins út á augunum eins og þeir líta út í pallettunni, en oft eru fallegir, skærir litir bara allsekkert svo fallegir þegar maður reynir að nota þá. Pallettuna má finna hér, og svo eru einnig komnar út önnur útgáfa og þriðja útgáfa af pallettunni. (: |
![]() |
Nyx Jumbo Eye Shadow Pencil í litnum "Strawberry Milk"--> Mig langar í þennan lit í sama tilgangi, en þessi yrði t.d. einstaklega fallegur grunnur undir t.d. fjólubláa og bleika augnskugga. :) |
![]() |
Að lokum læt ég fylgja með tvö naglalökk úr haustlínu Chanel 2011 en mig langar rosalega í þessa tvo liti. Peridot (til vinstri) og Graphite (til hægri). Bara sjúklega flottir! |
Engin ummæli :
Skrifa ummæli