Hreinsun á andliti-mikilvægi og mín rútína!

Ég vill aðeins ræða um mikilvægi þess að þrífa af sér andlitsfarðan á kvöldin áður en maður fer að sofa, og hugsa vel um húðina og í raun allt andlitið.
Ég verð að viðurkenna að það er ekkert langt síðan að ég setti hreinsun á farða algjörlega í annað sætið. Jafnvel tíunda ef út í það er farið.
Í dag átta ég mig svo auðvitað á því að það er ekkert mál að þrífa af sér farðan t.d. á meðan maður horfir á sjónvarpið/tölvuna, eða bara að gefa sér 5-10 mínútur rétt áður en maður leggst á koddan, það er nú ekki svo mikil fórn á tíma.
Ég taldi það aldrei beint mikilvægt, kanski að hluta til vegna þess að ég hef aldrei notað þungan farða neitt að viti, bara létt púður og maskara.
Nú á ég mjög erfitt með að skilja hvernig mér datt í hug að sleppa því að þrífa af mér maskara. Það sem var farið að gerast hjá mér var að ég mátti varla snerta augnhárin mín því þá losnuðu þau. Þau voru handónýt, ekki að vaxa af nægum krafti aftur, og skorti algjörlega súrefni þar sem þau voru alltaf að drukkna undir gömlum þornuðum maskara í mörgum lögum!
Eftir að ég fór að hafa meiri áhuga á snyrtivörum, lærði ég alltaf meira og meira um hreinsivörur og hversu mikilvægt er að fara vel með andlitið sitt.
Ég er t.d. mjög gjörn á að fá þurrkubletti í andlitið og skildi ekki afhverju ekkert rakakrem virkaði almennilega. Það var þá vegna þess að ég var alltaf að klína því yfir óhreint andlit þannig það náði aldrei almennilega að síga inn í húðina.
Ég er annars frekar heppin með húð, og fæ t.d. ekki mikið af bólum, en eftir því sem maður bíður lengur með að þrífa á sér andlitið, því meiri líkur eru á að nokkrar slíkar láti sjá sig.
Ég geri mér grein fyrir að þetta er allt frekar "common knowledge" og að kanski eru flestir duglegir að þrífa af sér málninguna fyrir svefninn, en ég veit að ég hefði haft gott af því að skoða svona blogg fyrir ekki svo löngu. :)
Ég ætla að láta fylgja með Andlits-hreinsunar-rútínuna mína:

- Fyrir letidýr eins og mig eru blauthreinsiklútar algjör snilld! Í Bónus er hægt að fá mikið af þeim á viðráðanlegu verði, t.d. hef ég mikið notað hreinsiklútana frá Athena en þá er hægt að fá 3 pakka saman á tæpar 300 kr., þessir klútar fást í 2 týpum, fyrir normal húð og svo fyrir viðkvæma húð. Ég er með frekar viðkvæma húð, fæ fljótt roða undan ýmsum efnum og húðin mín ertist auðveldlega en samt eru normal þurrkurnar frá Athena í góðu lagi fyrir mig, semsagt mildar. Þetta eru ekki bestu klútarnir, og maður þarf alveg snefil af þolinmæði til að leyfa þeim að þrífa allt vandlega af, en þeir eru ódýrir og virka að sjálfsögðu. Ég splæsi helst í alvöru hreinsiklúta þegar buddan er í góðu ásigkomulagi eða ef ég er t.d. í útlöndum. Annars finnst mér þær of dýrar því maður notar rosalega mikið af þeim og þarf því oft að kaupa nýjar.
-Aðrir klútar sem ég nota annað slagið eru Dr. Fisher hreinsiklútar, einn pakki af þeim kostar tæpar 300 kr. í bónus. Ég fýla þá ekki, enda hef ég brennt mig á því að vörur með miklum ilmefnum í séu of sterkar fyrir húðina á mér, og þessir klútar tilheyra þeim flokki. Mikið af ilmefnum og mig svíður undan þeim. Annars virka þeir fínt, og eru örugglega góðir fyrir fólk með sterka og góða húð.

- Einnig keypti ég mér Garnier Nutri-Pure Detoxifying, oil free hreinsiklúta með viðbættum vítamínum í New York og því miður bara einn pakka :( Ég get ekki sagt að þeir virki neitt sérstaklega vel til að þrífa farða, en mér finnst þeir ómissandi sem "eftiráklútar" þá þríf ég málninguna af mér með öðrum klútum, og nudda svo þessum yfir andlitið eftir á því þeir gefa húðinni svo frábæran raka og ferskt yfirlit, svolítið eins og tóner. Þeir næra húðina frábærlega og þar sem húðin á mér verður oft þurr eftir notkun á hreinsiklútum fannst mér æði að eiga þessa klúta með til að mýkja og veita raka.
Garnier klútarnir

- Nivea klútar eru einnig ódýrir og fást í bónus fyrir lítið fé. Þeir eru einnig til í 2 týpum, viðkvæm húð og eðlileg húð. Ég keypti svoleiðis en mér fannst þeir alls ekkert framúrskarandi, sérstaklega þar sem þeir skildu eftir smá roðabletti á húðinni minni, ég hefði betur tekið þessa fyrir viðkvæma húð. Þær eru samt sem áður ódýrir, og virka þegar öllu er á botninn hvolft.
- Uppáhalds klútarnir mínir (af þeim sem ég hef prufað) eru Neutrogena klútar sem ég keypti í New York, enn og aftur keypti ég bara einn pakka og hef ekki fundið þá hér heima :( En þeir ertu mig ekkert og fjarlægðu farðan vel á mjög stuttum tíma.
<3

Ég hef prufað ýmiss hreinsiefni í vökvaformi og það eina sem mér finnst virka nógu vel í þeim efnum eru þeir sem eru með olíu og svo allskonar öðrum efnum sem eru ekki góð fyrir mann og eiga víst að vera krabbameinsvaldandi og eitthvað :)
Ég er svosem engin áróðurskona og finnst fínt að nota bara það sem virkar, en mér finnst klútarnir langeinfaldastir og þægilegastir.
Á þennan vökva í augnablikinu, virkar nákvæmlega ekki neitt!

Að lokum vill ég minnast á að svona hreinsiklútar eru engan vegin fullnægjandi til að hreinsa burt farða og allann skítinn sem safnast og sest í húðina á manni í gegnum daginn. Þeir hreinsa bara rétt yfirborðið og ýta "daglegu drullunni" bara lengra inn í húðina.
Þessvegna nota ég alltaf djúphreinsir fyrir andlitið þegar ég fer í sturtu. Þetta er eitthvað sem ætti að gerast daglega, bara að passa að efnið sé ekki of sterkt og sé merkt "for daily use" því sum efni þurrka húðina og eru slæm ef þau eru notuð of oft í viku.

- Í augnablikinu er ég að nota Go 360° Clean appelsínugula brúsann. Þetta er með litlum fínum "scrub-kornum" sem gera það að verkum að þú djúphreinsar ekki bara húðina heldur hreinsar burtu dauðar húðflögur og örvar blóðrásina og þar af leiðandi súrefnisflæði til húðarinnar.
Með brúsanum fylgir einskonar "bursti" úr gúmmí, sem maður setur hreinsinn á og nuddar svo andlitið í hringlaga hreyfingum. Með þessu nærðu drullu sem hefur sest djúpt í húðina og leyfir henni því að anda fullkomlega þegar þessari meðferð er lokið.
Rosalega ánægð með þennan hreinsir.
Mismunandi tegundir úr Go 360° clean línunni :)

Eftir á er svo ekki annað eftir en að skella á sig léttu og góðu rakakremi (tóner ef svoleiðis er fyrir hendi) og þá er maður með nýhreinsaða og endurnærða húð sem er tilbúin undir næsta umferð af farða að svefni loknum.

Persónuleg reynsla mín af því að hreinsa vel farða af andlitinu lýsir sér helst í því að ég finn minna fyrir þessum þurrkublettum eða roðablettum. Ég er með MIKLU heilbrigðari augnhár, þau eru farin að lengjast, og ný farin að bætast í hópinn hér og þar, í stað þess að vera með örfá kræklótt augnhár er ég nú með fínan garð af heilbrigðum augnhárum sem verða bara betri með tímanum.
Það sem ég hef líka verið að nota í staðin fyrir rakakrem er Argan olía (sést í uppáhaldsblogginu) og hún nærir einmitt augnhárin um leið og hún gefur húðinni frábæran raka.

-Kata

Engin ummæli :

Skrifa ummæli