Bleikt smokey eye

Jæja ég drullaðist loksins til að taka mynd af förðun sem ég gerði :))
Notaði mjög skemmtilega og ódýra skugga.
Bleikur varð fyrir valinu með svörtu smokey skyggingunni, ég notaði LA colors og Pink cosmetic london glitz eye shadow sem ég fékk fyrir nánast ekki neytt í samkaup á ísafirði. Ágætis litir, LA colors fást/fengust í mega store í smárlind á 300 kall. Ekki dýrt það fyrir ágætis liti sem eru rooosalega skærir og flottir. Einnig má sjá Katrínu nota þessa liti í "ocean breeze" förðuninni.

Svo notaði ég að sjálfsögðu primer, meik, púður, maskara og eyeliner. Enda aðal grunnurinn að flottri förðun.Þá er það komið... vonandi gaf þetta þér einhverjar hugmyndir :))
-Júlíana Haraldsdóttir. :)


Engin ummæli :

Skrifa ummæli