Beautytips- Part 1

Heil og sæl!
Ákvað að splæsa í einn nýjan fastan lið, fegurðar ráð í pörtum.
Ætla að hafa 6 beautytips í hverju svona bloggi. Ég vill byrja á því að taka það fram að ráðin eru frá hinum ýmsu stöðum og hinum ýmsu fegurðarspekingum, ég finn þau á netinu og í tímaritum og bókum og allskonar. Ekkert af þessu er heilagt, en þetta eru skemmtilegar hugmyndir sem hafa t.d. hentað mér vel.

#1- Að setja ilmlaust bodylotion eða body-rakakrem eftir að maður setur á sig ilmvatn  festir í raun ilminn og lætur hann endast lengur. Þetta er svokallað "lock-in". Það er í lagi að kremið sé með smá ilmi, en þá er bara mikilvægt að hún kæfi ekki ilmvatnið sem maður er með.

#2- Ef maður hefur átt langan dag, ekki sofið nógu mikið, eða er einfaldlega bara þreytulegur til augnanna er gott ráð að setja hvítan eða einhverskonar ljósan eyeliner á neðri vantslínuna undir augunum. Með þessu birtir yfir augunum og hvítan virðist hvítari og augun meira vakandi.

#3- Ef þú ert hrifin af neon lituðum naglalökkum og stefnir á að skella á þig einu hressu neon-lakki, er frábær hugmynd að setja skjannahvítt naglalakk undir. Þetta verður til þess að liturinn "poppar" og nýtur sín í botn, með þessu móti máttu búast við að liturinn verði nákvæmlega eins og hann lítur út í flöskunni. Þetta sama ráð virkar einnig með t.d. pastel-liti.

#4- Að setja "highlighter" í kringum varirnar lætur þær virðast þykkari og flottari. Sérstaklega ef varirnar eru málaðar. Þetta kemur best út með fölgylltum highlighter, t.d. með smá shimmer. (Fyrir þá sem ekki vita, er highlighter oft t.d. ljós augnskuggi, oft með smá shimmer, sem maður notar til að birta yfir og lyfta förðunar-lúkkum. Oft notað fyrir neðan augnbrúnirnar eða í innri augnkróka).

#5- Ef þú ert klaufi með kinnalitinn eða óvön að nota slíkar vörur, eða átt einfaldlega kinnalit sem er mjög mikið litaður og erfitt að setja hann á án þess að líta út eins og trúður, er góð hugmynd að blanda honum saman við smá "translucent" eða gegnsætt púður. Þetta gerir manni auðveldara að blanda kinnalitnum fallega á húðina svo hann verði ekki of ýktur.

#6- Ef þú hefur vanið þig á að nota "þurrvörur" í hár, vörur sem maður setur í þurrt hár og skolar ekki úr, eins og t.d. næringu, allskonar styling sprey, hitavörn eða annað slíkt þá er gott að hafa það í huga ef þú notar þetta t.d. eftir sturtu að hárið ætti að vera orðið minnst 70% þurrt áður en vörurnar eru settar í. Þetta eykur virkni þeirra til muna og kemur í veg fyrir að vörurnar þynnist út þegar þær blandast of röku hári. Þannig að ef þú villt t.d. koma í veg fyrir hitaskemmdir af völdum hárblásara eða sléttujárns eða annarra hár-hita-tækja, og notar hitavarnarsprey, gerir það alls ekki mikið gagn ef hárið er of blautt þegar varan er sett í.

Vona að eitthvað af þessu hafi verið hjálplegt fyrir einhvern :)

-Kata

1 ummæli :

  1. Snilld, búin að prufa þetta með ilmvatnið .. hlakka til að sjá part 2! :)

    SvaraEyða