1940´s Hár

Í gær kom pakki til mín frá amazon.com. Í þessum pakka var ævisaga Vidal Sassoon, fyrir þá sem ekki vita hver hann er þá er hann hárgreiðslumaður. Mjög merkilegur maður.
Ég les aldrei en þessi bók er algjör snilld og er algjörlega að halda mér við efnið.


 Ég las um rosalega áhugavert tæki sem var notað m.a árið  1940. Náði athyglinni minni mikið þegar Vidal lýsir því í bókinni hvernig permanent var framkvæmt á þeim tíma. Ég googlaði búnaðinn og fann snilldar myndir af þessu tryllitæki.


Þetta lýtur meira út fyrir að vera pyntingartæki heldur en permanent búnaður.

Í bókinni segir frá því þegar Vidal var að vinna á fyrstu hárgreiðslustofunni sem hann lærði á hjá Adolph Cohen. Þá var stríð í Bretlandi. Þannig að á öllum speglunum á stofunni stóð "Madam, During an air raid, you are permed at your own risk". Þannig að þegar viðvörunarbjöllur fóru í gang fór starfsfólkið í skýli sem var á stofunni á meðan kúnnarnir sátu fastir við permanent tækið. Allt gert fyrir útlitið.


 LOL!


  -Júlíana.1 ummæli :

  1. Ground cover can be added to pedophile the landscape.

    Cypress mulch has organic compounds that are allelopathic.
    Grass clippings are full of nitrogen and break down quickly.


    my web blog :: mulching

    SvaraEyða