Upphafið

Heil og sæl gott fólk!

Við stúlkurnar höfum nú sett upp, eins og sést glögglega, litla sæta síðu tileinkaða hinum ýmsu áhugamálum okkar.
Hér á síðuna munum við setja í rauninni bara  allt sem okkur dettur í hug, þó flest verði miðað að einhverju stelpulegu og fallegu.
Það er vert að taka það fram að við erum alls engir fræðingar í neinu sem við setju hér inn (fyrir utan að sjálfsögðu hárgreiðslum en hún Júlíana er langt komin í námi í hárgreiðslu og stefnir að því að klára sveinspróf á því sviði næsta vor). Þetta er allt til gamans gert og ef einhverjum líkar ekki aðferðir okkar eða skoðanir, þá er því miður voðalega lítið hægt að gera í því. Þetta eru jú allt bara áhugamál, og áhugamál fólks eru jafnmismunandi og við erum mörg.

Við vonum að einhver geti notið þess að hlusta á bullið í okkur og skoða það sem okkur finnst áhugavert.  Ef ekki er ykkur guðvelkomið að hoppa bara útaf síðunni og heimsækja hana aldrei aftur! Þó það væri jú best ef sem flestir hefðu gaman af.
Ef þið eruð svo alfarið á móti svona pæjubloggum að þá er hægt að kíkja við annað slagið og bíða eftir að það komi eitthvað öðruvísi, því þetta verður jú síða með öllu milli himins og jarðar þegar öllu er á botninn hvolft.Ást og hamingja!
-Katrín María & Júlíana


Engin ummæli :

Skrifa ummæli