Mini Make up station

Þar sem ég er currently búandi hjá kærastanum mínum, þá er frekar þröngt um okkur sem er bara kósý. Ég lét mér dreyma um það að koma snyrtidótinu mínu upp á snyrtilegan og sætan hátt í þessu litla rými þannig að ég tók frá eina hillu í hillusamstæðunni minni og raðaði dóteríinu mínu upp þar.

Byrjaði reyndar á því að skella mér í Tiger og finna mér einhver falleg ílát til að geyma hlutina mína í þar sem NYX kassinn minn er frekar leiðinlegur í útliti og geymslu, og kom það mér stórlega á óvart hvað það voru ódýr en samt flott ílát sem ég fann þar.

Hér að neðan eru nokkrar myndir:

-Svona lítur litla space-ið mitt út.


- Krúttaralegu bleiku körfurnar kostuðu 300 kr stk. Algjör snilld geymir allskonar dóterí. 
Sætu glösin voru 200 kr stk !!


- Á eftir að finna eitthvað undir varalitina mína :) enda enþá að safna. 


- Þarna geymi ég augnskuggana mína, meikið og púðrið.


Ekki mikið af snyrtidóti sem ég á í augnablikinu. Er aðalega að nota NYX og Body shop vörur fyrir förðun. En langar rosalega að byrja að prófa E.L.F vörurnar og stefni á það í sumar :)) 

Ég ætla að requesta Make up station blogg frá katrínu maríu því ég veit að hún var að koma frá New york og hefur heldur betur bætt í safnið sitt :))


-Júlíana. Engin ummæli :

Skrifa ummæli